fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Liverpool þarf að kaupa þrjá að mati Carragher – Þetta eru stöðurnar sem þarf að styrkja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 23:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Liverpool þurfi að kaupa þrjá leikmenn í sumar. Englandsmeistarar Liverpool hafa ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili. Liðið tapaði fyrir Manchester City 4-1 í gær og vonir liðsins um að verja titil sinn eru farnar að dvína.

Liverpool var nánast óstöðvandi á síðustu leiktíð sem varð til þess að liðið hampaði sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í rúm þrjátíu ár. Hins vegar er liðinu að ganga verr á þessu tímabili og kristallast það í stigasöfnun liðsins. Á sama tímapunkti í fyrra var Liverpool með 67 stig eftir 23 leiki, 40 stig eftir 23 leiki, 27 stigum færra.

„Þetta lið hefur gert vel og búið til ótrúleg augnablik fyrir þetta félag. Mér finnst því erfitt að gagnrýna þá,“ sagði Carragher á Sky Sports í kvöld.

„Þeir hafa ekki stoppað í þrjú ár, þess vegna tel ég að Liverpool þurfi hjálp.“

Hann segir að Jurgen Klopp þurfi að kaupa þrjá leikmenn. „Það þarf að kaupa miðvörð, mann til að fylla skarð Georgino Wijnaldum og svo þarf einn til að koma inn í sóknarlínuna.“

Carragher hefur gagnrýnt Bobby Firmino og líklega vill hann fá inn sóknarmann til að aðstoða Mo Salah og Sadio Mane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands