fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

„Leikur sem Liverpool verður að vinna, ætli þeir sér að verja titilinn“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tekur á móti Manchester City í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið verður á Anfield og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool segir að sitt gamla félag, verði að vinna leikinn.

„Þótt mótið sé aðeins rúmlega hálfnað er leikurinn á móti Manchester City leikur sem Liverpool verður að vinna, ætli þeir sér að verja titilinn,“ skrifaði Danny Murphy í pistli sem birtist á heimasíðu BBC.

Liverpool er fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 40 stig, sjö stigum á eftir Manchester City sem er á toppi deildarinnar og á leik til góða á Liverpool. Murphy segir að þetta sé ekki aðeins tækifæri fyrir Liverpool til þess að minnka bilið á City.

„Sigur myndi gefa öðrum liðum í deildinni sjálfstraust og auka trúa þeirra á að geta náð sigri gegn Manchester City,“ skrifaði Danny Murphy.

Manchester City hefur verið á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni og virðist ósigrandi um þessar mundir. Síðasta tap liðsins kom gegn Tottenham þann 21. nóvember 2020.

Ljóst er að það bíður Liverpool erfitt verkefni á heimavelli en liðið tapaði gegn Brighton í síðustu umferð og mun þurfa á mun betri frammistöðu að halda ætli liðið sér að bera sigur úr býtum gegn Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi