fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Fékk enn á ný send rasísk skilaboð – Breska ríkið stígur inn í og hótar sektum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 12:23

Axel Tuanzebe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Tuanzebe, varnarmaður Manchester United, hefur enn á fengið send rasísk skilaboð á samfélagsmiðlum eftir leik með enska félaginu.

Tuanzebe kom inn á sem varamaður í 3-3 jafntefli United gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær og braut á leikmanni Everton í aðdraganda jöfnunarmarks liðsins.

Leikmaðurinn fékk fjöldann allan af skilaboðum eftir leikinn, rasísk skilaboð þar sem notuð voru tákn (e. emojis) á borð við apa.

Tuanzebe hafði áður orðið fyrir barðinu á netníðingum eftir tap Manchester United gegn Sheffield United á dögunum.

Fleiri leikmenn hafa á undanförnum dögum stigið fram og opinberað að þeir hafi einnig fengið send rasísk skilaboð á samfélagsmiðlum. Ensk félög hafa fordæmt þessi skilaboð og hvetja umsjónarmenn samfélagsmiðla að gera eitthvað í málunum.

Þá hefur breska ríkið einnig stigið inn í málið og hótað samfélagsmiðlafyrirtækjum stórum sektum mistakist þeim að takast á við vandamálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar