fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Bruno sendi varnarmönnum Manchester United skýr skilaboð eftir jafntefli gærdagsins

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 13:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var að vonum svekktur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. United glutraði niður tveggja marka forystu og fékk einnig á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.

„Við erum að fá á okkur of mikið af mörkum í hverjum leik og á heimavelli erum við að fá allt of mörg mörk á okkur,“ sagði Bruno Fernandes í viðtali eftir leik.

Hann segir að liðið eigi ekki að tapa niður tveggja marka forystu.

„Ég tel að við eigum að vinna leikinn þegar við erum komnir tveimur mörkum yfir. Það skiptir ekki máli hvernig við vinnum hann,“ sagði Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United.

Manchester United hefur fengið á sig 30 mörk í 23 leikjum í deildinni. Til samanburðar hefur Manchester City fengið á sig 13 mörk í 21 leik. Sóknarleikur liðsins hefur hins vegar gengið mjög vel. Liðið hefur skorað flest mörk í deildinni, alls 49 talsins.

Manchester United varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar með 3-3 jafnteflinu við Everton. Liðið er nú í 2. sæti deildarinnar með 45 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City sem á tvo leiki til góða á granna sína í United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi