fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Valur sigurvegari Reykjavíkurmótsins eftir sigur í leik sem endaði í vítaspyrnukeppni

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 17:10

Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir og Valur mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla árið 2021 í dag. Leikið var á Wurth vellinum, heimavelli Fylkis og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara mótsins.

Valur komst yfir í leiknum með marki frá Patrick Pedersen á 46. mínútu. Það tók Fylki hins vegar bara tvær mínútur að jafna leikinn því að á 48. mínútu skoraði Orri Sveinn Stefánsson fyrir Fylki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni samkvæmt reglum Reykjavíkurmótsins. Þar reyndust Valsarar sterkari aðilinn.

Vítaspyrnukeppnin fór í bráðabana þar sem Kristófér Jónsson, leikmaður Vals skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði liðinu sigur í Reykjavíkurmótinu.

Fylkir 1 – 1 Valur ( 5-6 eftir vítapyrnukeppni)
0-1 Patrick Pedersen (’46)
1-1 Orri Sveinn Stefánsson (’48)

Vítaspyrnukeppnin:
Fylkir – Valur 

2-1 Daði Ólafsson (Fylkir)
2-2 Patrick Pedersen (Valur)
3-2 Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir
3-3 Sigurður Egill Lárusson (Valur)
3-3 Misnotað víti – Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
3-4 Birkir Heimisson (Valur)
4-4 Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
4-4 Misnotað víti – Kaj Leó í Bartalstovu (Valur)
5-4 Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
5-5 Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
5-5 Misnotað víti – Óskar Borgþórsson (Fylkir)
5-6 Kristófer Jónsson (Valur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag