fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arsenal hendir Rúnar Alex út úr hópnum í Evrópu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 16:12

Rúnar Alex í leik með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson mun ekki leika með Arsenal í Evrópudeildinni nú þegar útsláttarkeppnin hefst í febrúar. Frá þessu var greint í dag.

Rúnar lék nokkra leiki í riðlakeppninni með Arsenal en nú hefur Mat Ryan komið inn í hópinn á kostnað Rúnars. Rúnar verður því ekki gjaldgengur með Arsenal í leikjum í Evrópu fyrr en næsta haust, hið fyrsta.

Arsenal bætir einnig við Martin Odegaard og Gabriel Martinelli við hóp sinn. Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal síðast haust frá Dijon í Frakklandi.

ð Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.

Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag