fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Jürgen Klopp: „Matip frá allt tímabilið“

Alexander Máni Curtis
Mánudaginn 1. febrúar 2021 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jürgen Klopp þjálfari Liverpool staðfesti í dag að Joel Matip spili að öllum líkindum ekki meira á þessu tímabili vegna ökkla meiðsla.

Klopp hrósaði einnig Matip fyrir að hafa spilað þá leiki sem hann spilaði og sagði að það sýndi hvernig karakter Joel væri til að fórna eigin heilsu fyrir velferð Liverpool.

Stuðningsmenn Liverpool geta hins vegar huggað sig við það að liðið keypti tvo miðverði í dag en þeir Ozan Kabak og Ben Davies gengu til liðs við Liverpool.

Þrátt fyrir komu tveggja miðvarða eru fleiri miðverðir meiddir en heilir en á meiðslalista Liverpool eru Joe Gomez, Joel Matip, Virgil Van Dijk og Fabinho.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt