fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Skora á samfélagsmiðla að breyta reglum – „Að bera kennsl á þessa nafnlausu fávita er áfram vandasamt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 11:07

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United fordæmir þá fordóma sem leikmenn félagsins máttu þola á samfélagsmiðlum í gær. Félagið skorar á samfélagsmiðla að herða regluverk sitt til að koma í veg fyrir að nafnlausir einstaklingar geti hagað sér með þesusm hætti.

Anthony Martial og Axel Tuanzebe urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í gær. Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles. Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Eftir leik fengu Martial og Tuanzebe ljót og niðrandi skilaboð um hörundslit sinn, svo ljót voru skilaboðin að Tuanzebe sem byrjaði leikinn í hjarta varnarinnar eyddi Twitter síðu sinni.

Yfirlýsing Manchester United:
Allir hjá Manchester United eru með óbragð í munni yfir þeim kynþáttafordómum sem leikmenn okkar máttu þola í gegnum samfélagsmiðla í gær.

Við fordæmum þetta og það er gott að sjá aðdáendur félagsins gera slíkt hið sama á samfélagsmiðlum.

Manchester United hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart hvers kyns fordómum eða mismunun og hefur lengi skuldbundið sig til að berjast gegn slíkt.

Að bera kennsl á þessa nafnlausu fávita er áfram vandasamt. Við hvetjum samfélagsmiðla og stjórnvöld að styrkja aðgerðir til að koma í veg fyrir þessa hegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen