fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Þénar Davíð 30 milljónir í Kópavogi? – Sagður kosta fjórar milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 12:28

Mynd: blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því var haldið fram í Dr. Football, hlaðvarpsþættinum í dag að Breiðablik hafi borgað fjórar milljónir fyrir Davíð Örn Atlason bakvörð Víkings í gær.

Valur fékk áhuga á Davíð í upphafi vikunnar og hækkaði það verðmiðann samkvæmt Hjörvari Hafliðasyni.

Þessi 26 ára bakvörður gerði þriggja ára samning við Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Breiðabliks. Mér líst mjög vel á allar aðstæður og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég er búinn að vera lengi í Víkinni og hef átt frábæra tíma þar en fannst vera kominn tími til að breyta til. Einnig er ég sérstaklega ánægður með hvernig félögin stóðu að þessum félagaskiptum. Víkingar eiga miklar þakkir skildar fyrir fagleg vinnubrögð,” sagði Davíð Örn í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni blikar.is í gær.

Hjörvar nefndi að sögur væri á kreiki um að Davíð myndi þéna 800 þúsund krónur á mánuði. Launapakkinn hafi orðið stærri þegar Valur var að reyna að fá hann.

„Ég ætla ekki að fullyrða um það en hann er á góðum launum, þar sem Blikunum blæðir mest er launapakkinn. Þetta var komið langt áður en Valur kom í spilið, þetta var komið langt. Börkur (Börkur Edvardsson, formaður Vals) hefur mögulega verið í leikþætti og þar af leiðandi minnkar budgetið hjá Breiðablik,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

Ef rétt reynist þá segir Hjörvar. „Tæpar 30 milljónir yfir árin þrjú.,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Í gær

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld