fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Kolbeinn, Kári og Hannes spila aðeins gegn Englandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir lykilmenn Íslands mæta ekki til leiks þegar liðið mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson mæta ekki til leiks.

Ástæðan er misjöfn en Jóhann Berg og Alfreð hafa verið meiðslum hrjáðir síðustu ár. Þá er Ragnar Sigurðsson meiddur þessa stundina.

Smelltu hér til að sjá hópinn:

Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kolbeinn Sigþórsson taka aðeins þátt í leiknum gegn Englandi en fá frí gegn Belgíu. Ástæðurnar eru mismunandi, Kári og Kolbeinn hafa verið meiddir og eru að stíga til baka. Valur krafðist þess að KSÍ myndi fresta leikjum ef Hannes ætti að fara til Belgíu, vegna reglna um sóttkví við heimkomu.

Alfons Sampsted og markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson spila með U21 árs landsliðinu gegn Svíþjóð eftir viku og fara svo með A-landsliðinu til Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð