fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
433Sport

Ragnar meira og minna sofið eftir höggið í Garðabæ – „Heppni að ekki fór verr“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. júní 2020 10:00

Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis var fluttur með sjúkrabíl af vellinum í Garðabæ á mánudag eftir samstuð við Daníel Laxdal seint í fyrri hálfleik. Ragnar tví kinnbeinsbrotnaði og fór í aðgerð vegna þess í gær.

Ólafur Ingi Skúlason aðstoðarþjálfari liðsins steig fram í gær og svaraði fyrir rauða spjaldið sem hann fékk og brotið á Ragnar. Ólafur fékk rautt spjald fyrir grófa tæklingu seint í leiknum og var óhress með að ekkert hafi verið gert í broti Daníels.

„Þegar ég lendi í þessu samstuði þá hugsaði ég ekkert meira út í það, ég sá þetta ekki aftur fyrr en daginn eftir. Ég man eftir öllu, þegar ég sá þetta morguninn eftir og svo rauða spjaldið á Óla þá fer maður að hugsa. Ég velti því fyrir mér ef ég hefði verið að sparka í boltann og Daníel hefði komið svona seint inn í mig, þá hefði kannski eitthvað verið gert. Ég er ekki að segja að Daníel Laxdal hafi verið að reyna þetta en hann var of seinn í návígið, fastur fyrir. Það hefði nú alveg mátt taka þessu,“ sagði Ragnar Bragi í samtali við blaðamann í morgun.

Ragnar var fljótur að átta sig á því að beinið í andliti hans væri brotið. „Ég finn það þegar ég kem við andlitið að beinið er bara inn.“

Þessi öflugi fyrirliði Fylkis var fluttur á sjúkrahús. „Ég fer beint í myndatöku og svo kemur sérfræðingur að tala við mig, ég er bara sendur heim og þurfti að bíða. Ég gisti bara heima og fór ekki í aðgerðina fyrr en í gær. Hún frestaðist eitthvað.“

„Þeir eru að tala um að ég verði frá í fimm eða sex vikur, það fer allt eftir því hvernig þetta grær. Þetta er ógeðslega fúlt, maður er búinn að harka í allan vetur og var spenntur fyrir nýju hlutverki og nýrri stöðu á vellinum. Þetta eru bara sex vikur og bara áfram gakk.“

Höggið sem Ragnar fékk hefur haft áhrif á hann. „Ég er búinn að vera hálf sofandi bara, ég er mikið verkjaður. Ég hef ekki lent í svona meiðslum áður, ég á að hvíla mig eins og ég get. Ég hef ekkert verið í vinnu, ég er með verkjalyf til að stilla mig af.“

Læknar tjáðu Ragnar eftir myndatöku á sjúkrahúsinu að hann mætti þakka fyrir að ekki fór verr. „Ég fæ að heyra frá lækninum að ég sé heppin að höggið hafi ekki komið ofar, þremur sentimetrum ofar og þetta fer beint á gagnaugað. Mér skilst að það sé stórhættulegur staður, það er því heppni að ekki fór verr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Margir reiðir eftir mark Gary – Skoraði með hendinni

Sjáðu atvikið: Margir reiðir eftir mark Gary – Skoraði með hendinni
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt atvik: Leikmaður Lazio rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing

Sjáðu ótrúlegt atvik: Leikmaður Lazio rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing
433Sport
Í gær

Segir að Ísak sé einstakur: Var númer eitt á listanum – ,,Verður ekki mikið lengur en út sumarið“

Segir að Ísak sé einstakur: Var númer eitt á listanum – ,,Verður ekki mikið lengur en út sumarið“
433Sport
Í gær

Náði loksins bílprófinu 31 árs gamall – Liðsfélagarnir gerðu grín

Náði loksins bílprófinu 31 árs gamall – Liðsfélagarnir gerðu grín
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurftu að stöðva slagsmál leikmanna Tottenham – Son og Lloris brjálaðir

Þurftu að stöðva slagsmál leikmanna Tottenham – Son og Lloris brjálaðir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sarri rífst bara við einn leikmann – ,,Ég veit ekki af hverju það er“

Sarri rífst bara við einn leikmann – ,,Ég veit ekki af hverju það er“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur og Sölvi senda frá sér yfirlýsingu: ,,Í hita leiks­ins snar­reidd­ist ég þar sem ég taldi mig órétti beitt­an“

Víkingur og Sölvi senda frá sér yfirlýsingu: ,,Í hita leiks­ins snar­reidd­ist ég þar sem ég taldi mig órétti beitt­an“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“