fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Drekka kaffi og hugsa næstu skref eftir að allt lak út í morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 13:43

Eythor Arnason © 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PUMA hefur staðfest stóran samning við KSÍ, þetta var staðfest í fréttatilkynningu nú í morgun.

Skömmu síðar fóru að leka myndir af treyjunni á veraldarvefinn en Puma virðist hafa birt treyjuna fyrir slysni. Búninginn átti að frumsýna í júlí þegar fundur um málið átti að vera. Puma hefur eytt myndunum af vefsíðu sinni en þær má enn finna á Google.

Málið kom KSÍ í opna skjöldu enda hefur vinnan við nýtt merki á treyjunni verið í vinnslu um langt skeið og átti að frumsýna það ásamt nýjum búningi í næsta mánuði.

„Púma er risafyrirtæki, einn af stærstu íþróttavöruframleiðendum heims, og það voru greinilega einhver mistök þar innanhús hjá þeim. Við hefðum viljað gera þetta öðruvísi, og ætluðum að segja söguna og útskýra þetta allt betur í sumar,“ segir Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ við Viðskiptablaðið.

KSÍ skoðar hvernig kynning og annað á treyjunni verður. „Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið.“

Klara segir að unnið hafi verið að nýja merkinu um langt skeið. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bakvið, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera.“

Merkið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn