fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Willum Þór varð sótillur í viðtölum: „Hvernig heldur þú að mér líði?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, er einn besti og merkilegasti knattspyrnuþjálfari seinni ára á Íslandi. Áður en Willum skellti sér í stjórnmálin, var hann sigursæll sem þjálfari. Hann náði frábærum árangri með KR og Val, auk þess þjálfaði hann fleiri lið með góðum árangri.

Willum var og og er enn í dag, gríðarlegur keppnismaður. Tap í kappleikjum fór ekki vel í Willum og var honum oft heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn, beint eftir súrt tap.

Benedikt Bóas Hinriksson þá fréttamaður hjá NFS ræddi við Willum, þá þjálfara Vals eftir leik liðsins við Víkinga í VISA-bikar karla 2006. Valur tapaði leiknum 2-1, þar sem Guðmundur Benediktsson fékk að líta rauða spjaldið.

Willum var mjög heitur eftir leik þegar Benedikt ætlaði að ræða við hann. ,,Ertu að spyrja mig að einhverju eða segja mér eitthvað? Hver er spurningin? Hvernig heldur þú að mér líði? Ef þú ætlar að spyrja mig að einhverju, þá skaltu spyrja, annars sleppir þú þessu,“ sagði blóðheitur Willum.

Viðtalið við Willum sem vakti mikla athygli má sjá hér að neðan.

Árið 2010 hafði Willum tekið að sér starf í Keflavík, eftir tap gegn hans gamla félagi KR á heimavelli fór Willum í viðtal við Fótbolta.net. Þar gekk á ýmsu og var Willum ekki skemmt, yfir þeim spurningum sem hann fékk.

Það viðtal má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot