fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar af sveitasetri Beckham-fjölskyldunnar – Kostaði milljarð

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. desember 2020 12:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin David Beckham fagnaði á dögunum 45 ára afmæli sínu. Athygli vakti að á samfélagsmiðlinum Instagram mátti sjá sveitasetur Beckham-fjölskyldunnar en The Sun fjallaði um myndirnar af setrinu og afmælið.

Húsið var bóndabær þegar fjölskyldan keypti það í desember árið 2016 fyrir 6,15 milljónir punda, rúmlega milljarð í íslenskum krónum. Eftir kaupin var bóndabænum breytt í magnað sveitasetur. Það kom sér vel þegar útgöngubann var sett á í Bretlandi en þá ákvað Beckham-fjölskyldan að eyða tímanum á sveitasetrinu. Victoria Beckham varð 46 ára á árinu og var einnig haldið upp á afmælið hennar á sveitasetrinu.

Þetta er langt frá því að vera eina húsið sem er í eigu Beckham-fjölskyldunnar. Þau eiga meðal annars hús í London, á ströndinni í Dubai og í Miami.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar frá sveitasetrinu sem deilt var á Instagram í vikunni:

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag