fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Læknir Maradona í áfalli vegna rannsóknar lögreglu: „Mér líður hræðilega“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 08:38

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Maradona.

Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo í gær. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Leopoldo Luque hefur starfað sem einkalæknir hans en ekki er langt síðan Maradona gekkst undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Luque er nú grunaður um vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi.

Leopoldo Luque og Maradona

Fyrr í vikunni hafði lögfræðingur Maradona, Martias Morla, krafist rannsóknar á dauðsfalli Maradona. Ástæðan fyrir því hafi meðal annars verið sú að hann hafði ekki fengið læknisskoðun í yfir 12 klukkutíma áður en hann lést.

Læknirinn kveðst hins vegar saklaus. „Ég gerði alltaf mitt besta fyrir vin minn,“ sagði Luque eftir að lögreglan hafði leitað á heimili hans.

„Ég var í áfalli þegar lögreglan kom heim til mín, ég mun aðstoða þá eins og ég get. Ég veit hvað ég gerði, ég gerði allt fyrir Diego fram á síðustu stundu. Ég gerði mitt besta.“

„Mér líður hræðilega, vinur minn lét lífið. Ég kenni mér ekki um neitt, þetta er mjög ósanngjarnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney valdi þrjá bestu í enska boltanum á þessu tímabili – Valið vekur mikla furðu

Rooney valdi þrjá bestu í enska boltanum á þessu tímabili – Valið vekur mikla furðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás