fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Læknir Maradona í áfalli vegna rannsóknar lögreglu: „Mér líður hræðilega“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 08:38

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Maradona.

Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo í gær. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Leopoldo Luque hefur starfað sem einkalæknir hans en ekki er langt síðan Maradona gekkst undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Luque er nú grunaður um vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi.

Leopoldo Luque og Maradona

Fyrr í vikunni hafði lögfræðingur Maradona, Martias Morla, krafist rannsóknar á dauðsfalli Maradona. Ástæðan fyrir því hafi meðal annars verið sú að hann hafði ekki fengið læknisskoðun í yfir 12 klukkutíma áður en hann lést.

Læknirinn kveðst hins vegar saklaus. „Ég gerði alltaf mitt besta fyrir vin minn,“ sagði Luque eftir að lögreglan hafði leitað á heimili hans.

„Ég var í áfalli þegar lögreglan kom heim til mín, ég mun aðstoða þá eins og ég get. Ég veit hvað ég gerði, ég gerði allt fyrir Diego fram á síðustu stundu. Ég gerði mitt besta.“

„Mér líður hræðilega, vinur minn lét lífið. Ég kenni mér ekki um neitt, þetta er mjög ósanngjarnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta