fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ólsarar búnir að finna eftirmann Guðjóns Þórðarsonar

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 18:38

Mynd: Víkingur Ólafsvík á facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi Ólafsvík sem leikur í Lengjudeild karla. Gunnar semur við félagið til tveggja ára.

Gunnar þjálfaði Kára frá Akranesi í 2. deild karla á síðasta tímabili en hann hafði áður þjálfað Leikni Reykjavík og yngri flokka hjá Val.

„Sem leikmaður átti Gunnar afar farsælan feril en hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu, þrívegis með KR og einu sinni með Val. Alls á hann 236 leiki að baki í meistaraflokki hér á Íslandi. Gunnar lék einnig sem atvinnumaður í Hollandi og á Englandi og þá á hann einn A-landsleik að baki fyrir Íslands hönd,“ segir í tilkynningu frá Víking Ó sem birt var á facebook.

Víkingur Ó. endaði í 9. sæti Lengjudeildar karla á síðasta tímabili, liðið náði í 19 stig úr 20 leikjum.

Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings Ó. í knattspyrnu. Gunnar tekur við liðinu af Guðjóni…

Posted by Víkingur Ólafsvík on Tuesday, November 24, 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga