fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Utan vallar: Guðni ætti að ræða við leikmennina ef setja á stefnuna á HM í Katar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 10:05

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utan vallar er skoðunarpistill:

Við lögðum könnun fyrir lesendur okkar fyrr í dag þar sem við spurðum út í það hver næsti landsliðsþjálfari karla ætti að vera. Ljóst er að margir hafa mismunandi skoðanir á því en ákvörðunin liggur á endanum hjá Guðna Bergssyni formanni KSÍ og hans stjórn. Ljóst er að skoða þarf hvaða leið á að velja til að fara með A-landslið í karla.

Íslenska landsliðinu mistókst að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð í síðustu viku og ákvað Erik Hamren að stíga til hliðar, hann var aðeins fimm mínútum frá því að koma liðinu á Evrópumótið næsta sumar.

Könnun: Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands?

HM 2022 og raunhæfir kostir
Ekki er pláss fyrir miklar breytingar á leikaðferðum eða hugmyndafræði vegna þess hversu lítill tími er til undirbúnings. Liðið fær um tvær æfingar í mars saman áður en liðið fer í þrjá keppnisleiki um sæti á HM. Undankeppni HM verður spiluð þétt og slæm úrslit í mars gætu einfaldlega bundið enda á drauminn um HM í Katar. Allir leikir Íslands þar verða á útivelli, þrír af fimm í undankeppni HM.

Ef KSÍ og lykilmenn landsliðsins meta það svo að þessi kjarni sem er í hópnum eigi möguleika á að komast inn á Heimsmeistaramótið árið 2022 þá eru valkostirnir fyrir stjórn KSÍ ekkert sérstaklega margir í mínum bókum. Hægt væri að leita á slóðir Norðurlanda og reyna að finna næsta Lars Lagerback eða Erik Hamren sem getur komið liðinu í möguleika á stórmóti. Hinn kosturinn væri svo Freyr Alexandersson sem hefur starfað í kringum liðið í síðustu ár.

Freyr starfaði með Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni og heillaði marga í starfi þar. Þegar Heimir lét af störfum sumarið 2018 var Freyr orðaður við starfið en hann var að lokum aðstoðarmaður Erik Hamren. Heimir Hallgrímsson kemur að sjálfsögðu til greina en það verður að teljast ólíklegt að Heimir snúi aftur frá Katar til að taka við landsliðinu, sérstaklega eftir þau leiðindi sem voru í kringum brotthvarf hans þar sem hann og KSÍ tókust á um bónusgreiðslur.

Ef keyra á þann möguleika að koma liðinu á Heimsmeistaramótið 2022 í Katar þarf Guðni og hans stjórn að ræða við lykilmenn liðsins, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og aðrir lykilmenn ættu að vera með í ráðum þegar nýr maður er ráðinn til starfa. Þeir ásamt fleirum þekkja þau vinnubrögð sem skilað hafa árangri og geta hjálpað stjórninni að finna besta kostinn.

Horft til framtíðar eða sigursælir þjálfarar á Íslandi skoðaðir?
Ráðning á Arnari Þór Viðarssyni væri ráðning sem myndi segja fólk að nú ætti að byggja upp til framtíðar frekar en að keyra á þann möguleika að fara á stórmót 2022. Arnar hefur unnið frábært starf innan veggja KSÍ frá því að hann tók við U21 landsliðinu og stöðu yfirmanns knattspyrnumála. Virðist góður kostur ef byggja á upp nýtt lið frá grunni til að komast á stórmót eftir 4-6 ár.

Aðrir íslenskir kostir sem eru líklegir eru Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson, þeir eru báðir afar sigursælir í starfi. Rúnar hefur verið mikið orðaður við starfið en þriggja ára samningur hans við KR á dögunum bendir til þess að hann hugsi ekki til þess að stýra landsliðinu á næstunni.

Heimir var svo að klára sitt fyrsta tímabil með Val og gæti viljað halda áfram með það verkefni. Það hefur þó sannað sig að draumur flestra er að þjálfa íslenska landsliðið og því gætu bæði Heimir og Rúnar freistast ef starfið væri í boði.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða leið Guðni og stjórn sambandsins fer en nýr þjálfari ætti að vera kynntur til leiks fyrir árslok. Vonandi eru lykilmenn liðsins sem eru um og yfir þrítugt ekki á þeim buxunum að hætta í landsliðinu og reynt verður að keyra af fullum krafti á Heimsmeistaramótið í Katar. Það er allt í lagi að leyfa sér að dreyma um það.

Könnun: Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands?

Utan vallar er skoðunarpistill:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Piers Morgan sendir Özil kaldar kveðjur – „Ég get ekki beðið eftir því að sjá á eftir þessum lata kúgara“

Piers Morgan sendir Özil kaldar kveðjur – „Ég get ekki beðið eftir því að sjá á eftir þessum lata kúgara“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Finnur til með Özil – Ekki hægt að kenna honum um stöðuna þegar félagið réði ferðinni

Finnur til með Özil – Ekki hægt að kenna honum um stöðuna þegar félagið réði ferðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Í gær

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina
433Sport
Í gær

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United