fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Áföllin dynja á Liverpool – Salah greinist með COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 16:02

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áföllin halda áfram að herja á herbúðir Liverpool en Mo Salah hefur nú greinst með COVID-19 veiruna. Þetta staðfestir landslið hans Egyptaland.

Veiran greindist í Salah þegar Egyptar eru nú í verkefni og hefur hann verið sendir í einangrun.

Thiago Alcantara, Sadio Mane og fleiri leikmenn Liverpool hafa áður greinst með veiruna.

Þá herja meiðsli á félagið en Joe Gomez varnarmaður Liverpool fór í aðgerð á hné í gær vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu enska landsliðsins í fyrradag.

Um er að ræða sinar í hné sem eru í kringum hnéskel hjá varnarmanninum. Óvíst er hvort hann geti spilað aftur á þessu tímabili. Liverpool segir í yfirlýsingu að engin skaði hafi orðið á liðböndum hjá Gomez. Varnarmaðurinn verður í spelku í 2-3 mánuði til að hjálpa við bataferlið en Liverpool útilokar ekki að Gomez geti spilað í lok leiktíðar.

Áður hafði Liverpool misst Virgil van Dijk í meiðsli og spilar hann ekki fleiri leiki á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot