fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Arnar Sveinn varpar fram spurningum eftir ákvörðun gærdagsins – „Hverjir eru þetta sem eru að standa saman?“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 19:21

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis í Pepsi-Max deild karla, Segir að rödd leikmanna hafi engu máli skipt þegar kom að ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands um að reyna að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. Stjórn KSÍ fundaði mikið vegna málsins en fótboltinn hefur verið í pásu vegna COVID-19 veirunnar, stjórnin ákvað að reyna allt sem er hægt til þess að klára Íslandsmót meistaraflokka á vellinum.

Arnar Sveinn birti í kvöld færslur á Twitter þar sem hann spyr hvernig KSÍ hafi komist að þeirri niðurstöðu að klára mótin og fyrir hverja sú ákvörðun hafi verið tekinn. „“Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er.“ – svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?,“ skrifar Arnar á Twitter í gær.

Hann gefur ekki upp hvort hann hafi viljað reyna að halda áfram eða blása mótin af. „Án þess að taka afstöðu til þess hvort að mér finnist ákvörðun KSÍ rétt eða röng að þá finnst mér alveg tilefni til þess að spyrja að því hvernig þessi ákvörðun var tekin – og fyrir hverja.“

Leikmenn á höfuðborgarsvæðinu muni hafa sex daga til að æfa af alvöru fyrir fyrsta leik eftir hlé. Fram að því geta leikmenn æft með takmörkunum. „Nú eru settir leikir 8. nóvember, 6 dögum eftir að hægt er að hefja alvöru æfingar. Þarna er verið að setja leikmenn á öllum aldri af stað aftur í þriðja skipti þetta tímabil eftir nokkurra vikna stopp – og þeir fá 6 daga til þess að vera tilbúnir í 90 mínútna leik.“

„Það eitt og sér, burtséð frá því hvort eigi að klára mótið, þykir mér algjörlega galið og sýnir að ákvörðunin er tekin án þess að verið sé að hugsa um heilsu eða hag leikmanna,“

Hann virðist vera ósáttur með KSÍ og efast um að hagsmunir leikmanna hafi verið teknir til greina í ákvörðun sambandsins.
„Rödd leikmanna virðist engu máli skipta, ekki núna frekar en áður og það virðist ekki ætla að breytast,“ segir í færslu Arnars Sveins á Twitter

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Í gær

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru