fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 20:00

Virgil van Dijk meiddist eftir tæklingu frá Pickford. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn Laugardag. Virgil van Dijk leikmaður Liverpool fór meiddur af velli eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton.

Pickford hefur mátt þola ofbeldi á Twitter eftir leikinn við Liverpool. Í frétt The daily mail um málið kemur fram að orðbragðið á Twitter sé algjörlega óásættanlegt og að lögreglan taki þetta mjög alvarlega.

„Þeir sem nota internetið til að ná sér niður á öðrum og þeir sem fremja refsiverð brot eins og að hóta öðrum eru ekki hafðir yfir lögin,“ sagði lögreglumaður í samtali við The daily mail.

Verið er að finna einstaklingana sem settu viðkomandi færslur á Twitter og verða þeir ábyrgu leiddir fyrir rétt.

Van Dijk meiddist á hné og spilar líklega ekki meira með á tímabilinu. Enska knattspyrnusambandið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Pickford fái ekki refsingu fyrir brotið á Van Dijk. Pickford var ekki dæmdur brotlegur í leiknum vegna þess að Van Dijk var rangstæður í aðraganda atviksins. Atvikið var einnig skoðað í VAR og í kjölfarið var ákveðið að sleppa honum við refsingu.

Richarlison, liðsfélagi Pickford hjá Everton, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir brot sitt á Thiago Alcantara. Hann fór einnig meiddur af velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift