fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sancho sást ekki á æfingasvæði Dortmund í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho kantmaður Borussia Dortmund er sagður setja mikinn þunga á forráðamenn Dortmund og umboðsmann sinn um að koma sér til Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Sancho hefur fram til mánudags til að komast til United en félögin hafa átt í samskiptum í vikunni. Í öðrum fréttum kemur fram að Dortmund sé nú tilbúið að selja Sancho fyrir 95 milljónir punda.

Vakin er svo athygli á því nú síðdegis að Sancho var hvergi sjáanlegur á æfingasvæði Dortmund í dag, allir leikmenn fyrir utan Sancho mættu í kórónuveirupróf en ekki Sancho.

Því er haldið fram að auknar líkur séu nú á því að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Dortmund og muni ganga í raðir United.

United bauð 91 milljón punda í upphafi vikunnar en þá kvaðst Dortmund standa fast á 108 milljóna punda verðmiða sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar