Jón Daði Böðvarsson, kom inn á sem varamaður á 79. mínútu þegar Milwall gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku 1. deildinni í dag.
Jed Wallace kom Milwall yfir á 4. mínútu. Ivan Toney jafnaði síðan metin fyrir Brentford með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu.
Milwall er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 5 stig. Brentford er í 9. sæti með 4. stig.
Milwall 1-1 Brentford
1-0 Jed Wallace (‘4)
1-1 Ivan Toney (’21)