fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Keflvíkingar með sigur – Jafntefli í Vestmannaeyjum

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 21. september 2020 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeild karla í dag. Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum í deildinni með sigri á Þrótti frá Reykjavík. ÍBV gerði jafntefli á heimavelli við Þór frá Akureyri.

Í Keflavík skoraði Joseph Arthur Gibbs sitt nítjánda mark í deildinni er hann kom Keflvíkingum yfir á 16. mínútu á móti Þrótti R. Adam Árni Róbertsson tvöfaldaði síðan forystu Keflvíkinga á 23. mínútu eftir skelfileg mistök í varnarlínu Þróttara. Á 35. mínútu skallaði Nacho Heras boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni, staðan því orðin 3-0 fyrir Keflavík.

Joseph Gibbs skoraði síðan sitt annað mark í leiknum á 59. mínútu og kom Keflavík í 4-0. Þróttarar náðu að minnka muninn á 79. og 92. mínútu með mörkum frá Sölva Björnssyni og Esau Rojo en nær komust þeir þó ekki. Lokastaðan 4-2 sigur Keflavíkur.

Keflavík er eftir leikinn í 1. sæti Lengjudeildarinnar með 37 stig. Þróttur er í 11. sæti með 12 stig.

Í Vestmannaeyjum tóku heimamenn í ÍBV á móti Þór frá Akureyri. Nikola Stjoanovic, leikmaður Þórs, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 6. mínútu. Fannar Daði jafnaði leikinn fyrir Þór aðeins tveimur mínútum síðar.

Sito Seoane kom Eyjamönnum aftur yfir á 45. mínútu, rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þórsarar gáfust þó ekki upp, Alvaro Montejo jafnaði leikinn á 61. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV fékk síðan að líta rauða spjaldið á 84. mínútu eftir að hafa brotið á Alvaro Montejo fyrir utan teig. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Eyjamenn eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 28 stig og eru búnir að leika fleiri leiki en liðin fyrir ofan. Þeir eru 5 stigum frá sæti sem gefur þátttökurétt í efstu deild á næsta tímabili, það bil gæti stækkað í kvöld. Þór Akureyri er í 5. sæti deildarinnar með 28 stig eins og Eyjamenn.

Keflavík 4-2 Þróttur
1-0 Joseph Arthur Gibbs (’16)
2-0 Adam Árni Róbertsson (’23)
3-0 Nacho Heras (’35)
4-0 Joseph Arthur Gibbs (’59)
4-1 Sölvi Björnsson (’79)
4-2 Esau Rojo (’92 víti)

ÍBV 2-2 Þór Akureyri
1-0 Nikola Kristinn Stojanovic (‘6 sjálfsmark)
1-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason (’14)
2-1 Sito Seoane (’45)
2-2 Alvaro Montejo (’61, víti)
Rautt spjald: Halldór Páll Geirsson, ÍBV (’84)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir
433Sport
Í gær

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn