fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Gríðarleg spenna í Lundúnum vegna frétta um Rúnar Alex – „Hann er hugaður“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Dijon í Frakklandi ætti að skrifa undir samning við Arsenal í þessari viku. Félögin klára nú smáatriði sín á milli áður en Rúnar Alex skrifar undir. Þetta herma heimildir 433.is.

Arsenal seldi í dag Emiliano Martinez sem var annar kostur félagsins í markið á eftir Bernd Leno. Rúnar Alex tekur hans stöðu.

Stuðningsmenn Arsenal virðast ansi spenntir yfir því að fá Rúnar Alex til félagsins. Búið er að setja saman myndband með bestu vörslum hans sem yfir 60 þúsund manns hafa horft á.

,,Hann lítur vel út, það sem gerir þetta betra er að markmannsþjálfari Arsenal þjálfaði hann í Danmörku,“ skrifar einn af stuðningsmönnum Arsenal undir myndbandið.

Annar bendir á að hann sé ekki ósvipuð týpa og Leno. „Virðist vera Leno 2.0. Ég heyrði að kaupverðið væri 1,5 milljón punda. Þetta eru frábær kaup í varamarkvörð, hann er líka bara 25 ára,“ skrifar annar.

Bent er á að Rúnar sé frábær að verja með löppunum og með góð viðbrögð, hann sé fljótur af línunni. „Hann er hugaður markvörður,“ skrifar annar.

Bestu vörslur Rúnars má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið