Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, hefur skotið létt á goðsögnina Gary Neville sem lék eitt sinn með Manchester United.
Trent og liðsfélagi hans Andy Robertson spila bakvarðastöður Liverpool en þeir skora bæði regulega og leggja upp mörk.
Það er eitthvað sem var kannski ekki þekkt þegar menn á borð við Neville voru upp á sitt besta.
,,Það er keppnisandi okkar á milli. Við erum reglulega í keppnum um hver skorar mest og hver leggur mest upp,“ sagði Alexander-Arnold.
,,Við viljum breyta því hvernig hugsað er um þessa stöðu. Það er frægt orðatiltak sem hljómar svona: ‘Enginn vill verða þroskast og verða bakvörður eða eins og Gary Neville!’+
,,Við viljum að fólk hugsi öðruvísi og það er það sem við höfum reynt að breyta síðustu 18 mánuðina.“