Chelsea lagði fram 34 milljóna punda tilboð í Moussa Dembele framherja Lyon en því var hafnað. Sky Sports segir frá.
Chelsea er ekki lengur í félagaskiptabanni og vill Franka Lampard styrkja framlínu sína en Olivier Giroud vill fara.
Dembele er öflugur framherji sem hefur skorað 3ö mörk í Ligue 1 á 20 mánuðuðum, hann kom frá Celtic fyrir 20 milljónir punda.
Chelsea skoðar hvaða kosti félagið hefur í janúar en Jadon Sancho kantmaður Dortmund hefur einnig verið orðaður við félagið.
Sky segir að Lampard horfi á Dembele sem svipaða týpu sem Didier Drogba sem átti góðu gengi að fagna með Chelsea.