Jose Mourinho, stjóri Tottenham, fékk gult spjald í gær er hans menn mættu Southampton.
Southampton vann góðan 1-0 heimasigur á Tottenham en eina mark leiksins skoraði Danny Ings.
Mourinho er þekktur fyrir að vera litríkur en hann fór yfir á svæði Southampton á hliðarlínunni í gær.
Þar skoðaði Mourinho það sem einn af þjálfurum Southampton var að skrifa í bókina sína og hefur væntanlega séð aðeins hvernig leikskipulag heimamanna var.
,,Ég átti spjaldið skilið því ég var dónalegur. Ég var þó dónalegur við hálfvita,“ sagði Mourinho um atvikið í gær.
Gamli góði Mourinho er mættur!