fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Hamren: Ekki auðveldur leikur

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, gat brosað í kvöld eftir góðan leik við Moldóva á Laugardalsvelli.

Ísland skoraði þrjú mörk gegn engu frá gestunum og var Hamren ánægður með frammistöðuna.

,,Þetta var aldrei auðvelt verkefni. Við þurftum að leggja okkur fram í erfiðum leik og það var mikilvægt að ná fyrsta markinu,“ sagði Hamren við RÚV.

,,Þá vitum við að þetta er erfitt fyrir þá en þeir byrjuðu betur fyrstu 10 mínúturnar en eftir það þá stjórnuðum við leiknum.“

,,Ég er svo ánægður fyrir hönd Kolbeins og fyrir liðið. Hann náði að skora og ég get ímyndað mér að það sé frábær tilfinning eftir að hafa verið svo lengi í burtu.“

,,Liðið spilaði bara best að mínu mati og ef við ætlum að ná árangri þá gerum við það saman. Við gerðum það í júní og í dag í ekki auðveldum leik þó að hann hafi endað 3-0.“

,,Við stefnum á sex stigin í þessu verkefni og erum nú þegar komnir með þrjú. Þetta verður erfiður leikur gegn Albaníu og nú á útivelli. Við þurfum að vinna návígin og þá er allt í góðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf