fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fyrirsætan sem sakaði Neymar um nauðgun í vondum málum

433
Miðvikudaginn 11. september 2019 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Najila Trindade, brasilsíska fyrirsætan sem sakaði Neymar um nauðgun í sumar, hefur verið kærð fyrir fjárkúgun og fjársvik. Það var í maí síðastliðnum sem Najila fór til lögreglunnar í Sao Paulo og lagði fram kæru gegn knattspyrnumanninum. Sagði hún að nauðgunin hefði átt sér stað í París.

Dómari vísaði málinu frá í ágúst síðastliðnum vegna þess að ekki þóttu komnar fram fullnægjandi sannanir fyrir því að Neymar hafi gert eitthvað rangt.

Nú hefur lögreglan í Brasilíu gefið út kæru á hendur Najila sem er sökuð ýmislegt misjafnt. Þá hefur fyrrverandi kærasti hennar, Estivens Alves, einnig verið kærður í málinu en það verður í höndum dómara að ákveða hvort málið fari fyrir dómstóla.

Neymar neitaði því staðfastlega að hafa nauðgað Najilu en sjálf sagði hún að myndbandsupptaka, sem birtist opinberlega í byrjun júnímánaðar, væri sönnun í málinu. Sem fyrr segir vísaði dómari málinu frá og nú gæti Najila verið í vondum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins