fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Aron á batavegi eftir alvarlegt bílslys og tíu daga á gjörgæslu: Góðir félagar halda styrktarleik

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5.ágúst lenti Fylkismaðurinn og gæðablóðið Aron Sigurvinsson í alvarlegu bílslysi við Rauðhóla. Hann var í tíu daga á gjörgæslu en er blessunarlega á batavegi. Við tekur langt og strangt endurhæfingarferli sem mun reyna mikið á bæði hann og fjölskyldu hans.

Knattspyrnufélagið Elliði í samstarfi við Fylki mun halda styrktarleik fyrir Aron næstkomandi föstudag, 23 ágúst. Ægir frá Þorlákshöfn mætir í heimsókn á Würth-völlinn undir flóðljósum klukkan 19:30. Bæði liðin hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4.deildar þetta sumarið.

Frítt verður á völlinn en frjáls framlög eru vel þegin. Frábær tilboð verða á hamborgurum, sælgæti, gosi og öðrum köldum veigum. Í hálfleik verður keppt um bíómiða líkt og þekkist á heimaleikjum Fylkis. Allur ágóði mun renna til Arons.

Aron spilaði með Elliða árið 2018 og þar áður með 2. flokki Fylkis. Í fyrra spilaði hann með Fjarðabyggð og Huginn í 2. deildinni. Í byrjun sumars spilaði hann einn leik með Hetti/Huginn í 3. deildinni.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn en vilja leggja sitt af mörkum bendum við á reikning Arons: rkn 315-26-8877 kt 020798-2549

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum