fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Jóhann dáist af afrekum landsbyggðarinnar: „Þegar ég var tán­ing­ur fannst mér „sveit­in“ kjána­leg“

433
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Morgunblaðsins stingur niður penna og skrifar áhugaverðan pistil í blað dagsins. Þar fer hann yfir afrek landsbyggðarinnar í fótbolta.

Jóhann segist hafa verið með ákveðna fordóma gagnvart landsbyggðinni þegar hann ólst upp

,,Ég hef ávallt verið mjög mikið borg­ar­barn. Ég hef alla tíð búið í Reykja­vík og ég get talið á fingr­um annarr­ar hand­ar hversu oft ég fór út úr bæn­um á fyrstu 20 árum lífs míns,“ skrifar Jóhann í Morgunblaðið.

,,Þegar ég var tán­ing­ur fannst mér „sveit­in“ kjána­leg. Með ár­un­um hef ég kom­ist að því að það var ég sem var kjána­leg­ur. Ég dá­ist m.a. að íþrótta­fé­lög­um frá litl­um bæj­ar­fé­lög­um sem eru að gera vel.“

Hann segir það magnað að sjá lið á landsbyggðinni ná árangri i íþróttum. ,,Að sjá Sel­foss verða Íslands­meist­ara í hand­bolta í karla­flokki og svo bikar­meist­ara í fót­bolta í kvenna­flokki nokkr­um mánuðum síðar þykir mér magnað.“

,,Talandi um magnað. Magnaðir Magna­menn frá Greni­vík eru komn­ir úr fallsæti í In­kasso-deild­inni í fót­bolta. Það búa rétt rúm­lega 300 manns á Greni­vík, eða svipað marg­ir og í blokk­inni minni í Breiðholti. Það yrði ótrú­legt af­rek ef liðið næði að halda sér uppi annað árið í röð.“

,,Það yrði enn ótrú­legra ef Leikn­ir frá Fá­skrúðsfirði færi upp úr 2. deild og upp í In­kasso-deild­ina. Á meðan hin fé­lög­in á Aust­ur­landi hafa sam­ein­ast á síðustu árum, hef­ur Leikn­ir haldið sínu striki, þrátt fyr­ir aðeins um 700 íbúa í bæn­um. Ekki má gleyma Ólafs­vík, sem hef­ur átt fé­lag í efstu deild karla í fót­bolta á síðustu árum, þrátt fyr­ir aðeins rúm­lega 1.000 íbúa.“

Jóhann fór svo að leika sér að tölum til að benda á þann góða árangur sem næst oftar en ekki á landsbyggðinni.

,,Á Greni­vík og Fá­skrúðsfirði búa sam­an­lagt rétt rúm­lega 1000 manns. Til að setja þetta í sam­hengi þá búa tæp­lega 7.500 manns á Akra­nesi og um 16.000 manns í Reykja­nes­bæ. Von­andi held­ur þessi skemmti­lega þróun áfram. Áfram lands­byggðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Í gær

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Í gær

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“