fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Andri segir KSÍ ekki bera virðingu fyrir konum: „Er þetta eitt­hvað annað en hrein óvirðing?“

433
Föstudaginn 28. júní 2019 09:10

K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Yrkill Valsson, blaðamaður á Morgunblaðinu vandar Knattspyrnusambandi Íslands ekki kveðjurnar, í bakverði blaðsins í dag.

Þar heldur hann því að dómarar sem hafa litla reynslu séu í raun látnir taka út sín mistök, hjá stelpum frekar en strákum.

,,Eft­ir að hafa farið aðeins ofan í kjöl­inn á dómgæsl­unni í efstu deild­um karla og kvenna í sum­ar fyr­ir þenn­an pist­il get ég ekki annað en velt því fyr­ir mér hvort leik­ir í kvenna­deild­inni séu notaðir sem til­rauna­vett­vang­ur um getu dóm­ara,“ skrifar Andri í bakverði blaðsins í dag.

,,Í efstu deild karla eru bún­ir 56 leik­ir í sum­ar sem dæmd­ir hafa verið af 11 dómur­um. Einn dæmdi sinn fyrsta leik í síðustu um­ferð, en ann­ars hef­ur eng­inn dæmt færri en fjóra leiki í deild­inni í sum­ar.“

Andri kafaði ofan í tölfræðina og sá muninn á reynslu dómara þar.

,,Í efstu deild kvenna eru bún­ir 35 leik­ir í sum­ar sem dæmd­ir hafa verið af 16 dómur­um. Fimm þeirra hafa dæmt aðeins einn leik og aðrir fimm hafa dæmt tvo leiki. Í síðustu um­ferð gerðist það í fyrsta sinn að dóm­ari sem hef­ur dæmt í efstu deild karla í sum­ar dæmdi í efstu deild kvenna.“

Hann segir KSÍ með þessu vera að bera óvirðingu fyrir konum, dómarar eigi frekar að gera mistök hjá stelpunum en strákunum.

,,Er þetta eitt­hvað annað en hrein óvirðing? Auðvitað þurfa dóm­ar­ar að byrja ein­hvers staðar til þess að kom­ast í fremstu röð og það tek­ur tíma að ná takti. En lít­ur KSÍ svo á að það sé betra að gera mis­tök í kvenna­bolt­an­um en karla­bolt­an­um? Hver er ástæðan fyr­ir þessu?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfestir að Trent muni ekki spila

Staðfestir að Trent muni ekki spila
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Í gær

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Í gær

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna