fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hvenær er í lagi að fara í brúðkaup og hvenær ekki? – „Flest­ir virðast styðja Hann­es í þessu óvenju­lega brúðkaups­máli“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júní 2019 09:16

Hannes Þór með félögum sínum úr landsliðinu í brúðkaupinu fræga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, leggur orð í belg er varðar umræðuna um Hannes Þór Halldórsson, markvörð Vals og íslenska landsliðsins.

Um fátt annað hefur verið rætt síðustu daga á kaffistofum landsins, en þá staðreynd að Hannes Þór Halldórsson hafi farið í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Hannes meiddist í landsleik Íslands gegn Tyrklandi fyrir tíu dögum síðan. Sökum þess gaf Ólafur Jóhannsson, þjálfari Vals honum frí. Fríið var á sama tíma og Gylfi og Alexandra Helga giftu sig á Ítalíu. Valur var að keppa sama dag við ÍBV.

,,Hvenær er í lagi að fara í brúðkaup og hvenær er ekki í lagi að fara í brúðkaup? Þetta virðist hafa verið vin­sælt umræðuefni á kaffi­stof­um lands­ins síðustu daga vegna þeirr­ar ákvörðunar Hann­es­ar Þórs Hall­dórs­son­ar að ferðast til Ítal­íu í glæsi­legt brúðkaup Gylfa Þórs Sig­urðsson­ar og Al­exöndru Helgu Ívars­dótt­ur,“ skrifar Sindri í Morgunblaðið í dag.

,,Það er sem sagt ekki nóg með það að keppni í Pepsi Max-deild karla í sum­ar sé eins skemmti­lega ófyr­ir­sjá­an­leg og spenn­andi og hún hef­ur verið, og leik­irn­ir marg­ir frá­bær skemmt­un, held­ur eru núna í deild­inni leik­menn sem hver ein­asti Íslend­ing­ur þekk­ir og vill taka þátt í kaffispjalli um. Það held ég að sé frá­bært fyr­ir fót­bolt­ann.“

Hjörvar kveðst ekki vera heimskur og svarar Hannesi: „Happy wife, happy life“

Meiri áhugi er á Pepsi Max-deid karla í ár en undanfarið, koma Hannesar spilar þar stórt hlutverk.

,,Auðvitað vonuðu all­ir að inn­koma sjálfs landsliðsmarkv­arðar­ins í deild­ina myndi vekja meiri áhuga á henni, og ég er viss um að það hef­ur gengið eft­ir hvort sem áhorf­enda­töl­ur end­ur­spegla það eða ekki.“

„Flest­ir virðast styðja Hann­es í þessu óvenju­lega brúðkaups­máli en aðrir gagn­rýna hann og lauma með skoti á ótrú­lega stöðu Íslands­meist­ara Vals, í fall­bar­áttu með næst­flest mörk feng­in á sig í deild­inni. Kannski væri gagn­rýn­in minni ef Val­ur væri í topp­mál­um eins og bú­ist var við fyr­ir tíma­bilið, og kannski væri stuðning­ur­inn minni ef Hann­es hefði ekki átt tvo glimr­andi sig­ur­leiki með landsliðinu fyr­ir brúðkaupið.“

„Það er að minnsta kosti gott að í deild­inni séu slík­ir stjörnu­leik­menn að fólk myndi sér skoðun á því hvernig þeir hlúa að sín­um meiðslum eða hvað þeir gera um helg­ar, en best væri að slík umræða byggðist á staðreynd­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta