fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Einkunnir úr sögulegum sigri Íslands: Ragnar Sigurðsson bestur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Fyrsti sigur Erik Hamren með íslenska landsliðið er í hús, liðið vann 0-2 sigur á Andorra í kvöld. Um var að ræða fyrstu umferð í undankeppni EM. Sigurinn því sögulegur fyrir Hamren, í níundu tilraun tókst að klára leik.

Íslenska landsliðið hafði ekki unnið leik á alþjóðlegum leikdegi í meira en ár. Sigurinn er því afar ljúfur.

Leikurinn fór fram á fremur lélegu gervigrasi í Andorra og það hafði áhrif á spilamennsku liðsins, gestirnir nýttu hvert tækifæri í að tefja og sparka í leikmenn Íslands.

Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark leiksins í fyrri hálfleik, eftir hornspyrnu kom Ragnar Sigurðsson boltanum á Birki sem kláraði vel. Viðar Örn Kjaratnsson bætti svo við öðru markinu.

Einkunnir eru hér að neðan.

Hannes Þór Halldórsson 6
Það litla sem Hannes átti að gera, gerði hann mjög vel

Birkir Már Sævarsson 6
Fínasti leikur þegar hann náði þeim merka áfanga að verða næst landsleikjahæsti leikmaður ÍSlands.

Kári Árnason 7
Vann þau einvígi sem hann fór í, kröftugur og var til í slaginn við grófa leikmenn Andorra.

Ragnar Sigurðsson 7 – Maður leiksins
Varðist vel, fór vel upp með boltann úr vörninni og átti stoðsendinguna í markinu sem Birkir Bjarnason skoraði. Flottur landsleikur.

Ari Freyr Skúlason 7
Kom inn í liðið með krafti, var til í hvert einvígi og átti nokkrar fínar fyrirgafjir.

Aron Einar Gunnarsson (´62) 7
Stjórnaði leikmönnum liðsins eins og hann gerir best, sást á köflum að hann þorði ekki alveg 100 prósent í allt á gervigrasi. Það er hins vegar afar eðlilegt.

Birkir Bjarnason 7
Tók markið sitt vel, lúrði vel á fjærstöng. Var svo í fínu standi á miðsvæðinu.

Jóhann Berg Guðmundsson (´83) 7
Var ógnandi í leiknum, tengdi vel við Gylfa og var nálægt því að skora.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Gylfi var alltaf líklegur, fór vel með boltann og reyndi að búa til hluti.

Arnór Sigurðsson (´5)
Með fínustu snertingar og fór vel með boltann, harkan í leiknum virtist hins vegar draga allan kraft úr honum.

Alfreð Finnbogason (´68) 6
Fékk fín færi til að skora snemma leiks en það fór að draga af honum þegar leið á leikinn.

Varamenn:

Rúnar Már Sigurjónsson (´62) 6
Kom inn af krafti á miðsvæðið, átti skilið stóra rullu í kvöld eftir frammistöðuna síðasta haust.

Viðar Örn Kjartansson (´68) 7
Viðar Örn kláraði færið sitt a sturlaðan hátt, þaggaði niður í fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“