fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Víðir les yfir íþróttafélögum og samböndum: ,,Þarna mega margir taka sér tak“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu sendir pillu á íþróttafélög og sambönd í blaði dagsins.

Víðir skrifar þar Bakvörð um það hversu margar heimasíður félaga og sambanda eru í dag slakar. Þetta hefur breyst frá því sem áður var, þá voru heimasíður félaga með allar upplýsingar um komandi viðburði og fleira tengt.

Í dag hefur þetta færst yfir á samfélagsmiðla en Víðir segir það bagalegt.

,,Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hafa nýtt sér samfélagsmiðlana í sívaxandi mæli á undanförnum árum eins og önnur félagasamtök og einstaklingar. Með því hafa þau fylgt eftir þróuninni í samfélaginu, haldið tengslum við sitt félagsfólk og mörg hver gera þetta virkilega vel,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

,,En það er orðið áberandi að heimasíður félaga og íþróttasambanda á veraldarvefnum hafa liðið fyrir þessa þróun. Margar íslenskar heimasíður eru orðnar ansi lélegar, á sumum er ekkert fréttastreymi, viðburðir illa uppfærðir eða alls ekki og víða er ekkert lengur að marka upplýsingar um þjálfara, tengiliði eða stjórnarfólk.“

,,Ég verð ekki var við að það sama sé uppi á teningunum erlendis. Þvert á móti sýnist mér að heimasíður tengdar íþróttum séu stöðugt að verða betri, allavega í þeim hluta heimsins sem við fylgjumst best með.“

Víðir kveðst hafa spurt fyrir hvers vegna þessi þróun sé að eiga sér stað.

,,Ef maður spyr hverju það sæti að ekki hafi verið sagt frá eða tilkynnt um stóra viðburði er svarið oft á þá leið að þeirra hafi verið getið á Facebook-síðunni. Þetta er slæm þróun frá mínum sjónarhóli. Facebooksíða, hversu vel sem hún er uppfærð, hefur ákveðnar takmarkanir og getur aldrei komið í stað heimasíðu hvað varðar utanumhald um allar þær upplýsingar og þjónustu sem íþróttafélagið eða íþróttasambandið veitir félagsmönnum sínum, fjölmiðlum og almennu áhugafólki.“

,,Stundum hefur þetta leitt til þess að við sem vinnum á fjölmiðlunum vitum ekki af íþróttaviðburðum fyrr en eftir að þeir fóru fram, eða fréttum af þeim með of skömmum fyrirvara. Þarna mega margir taka sér tak.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu búnaðinn sem KSÍ var að fjárfesta í: Á að hjálpa við að koma landsliðinu aftur á toppinn

Sjáðu búnaðinn sem KSÍ var að fjárfesta í: Á að hjálpa við að koma landsliðinu aftur á toppinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birkir er í frystikistunni: ,,Ég ætla ekkert að fara út í það núna“

Birkir er í frystikistunni: ,,Ég ætla ekkert að fara út í það núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“
433Sport
Í gær

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Í gær

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“