Alfredo Morelos, framherji Rangers, virðist elska fátt meira en að næla sér í rauð spjöld.
Morelos hefur fengið ófá rauð spjöld síðan hann samdi við Rangers og fékk eitt slíkt í 2-1 sigri á Celtic í gær.
Það er alltaf mikill hiti þegar þessi tvö sigursælustu lið Skotlands eiga við en leikið var á heimavelli Celtic.
Morelos var rekinn af velli í uppbótartíma og virtist þá hóta stuðningsmönnum heimaliðsins.
Morelos lét eins og hann væri að skera sjálfan sig á háls og sendi kveðjuna í átt að stuðningsmönnum Celtic.
Þetta má sjá hér.