Mohamed Salah, stjarna Liverpool, ákvað að gera eitthvað alveg nýtt á samfélagsmiðlum yfir jólin.
Salah virðir einkalíf hans og fjölskyldunnar mikið og eru fáir sem hafa fengið að sjá á bakvið tjöldin hjá sóknarmanninum.
Salah er ein stærsta knattspyrnustjarna Englands en hann hefur verið frábær með Liverpool
Um jólin ákvað Salah að leyfa aðdáendum að kíkja aðeins á bakvið tjöldin og birti mynd af eiginkonu sinni og dóttur.
Það er ekki algengt að Salah birti mynd af fjölskyldunni og er hún því afar sjaldgæf.