fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, neitar því að honum sé illa við að nota unga leikmenn hjá því félagi sem hann starfar.

Mourinho var ráðinn nýr stjóri Tottenham í morgun en hann er ekki þekktur fyrir það að nota unga leikmenn.

Portúgalinn virtist skjóta á bæði Chelsea og Manchester United og ásakar félagið um að hafa ekki hjálpað sér þegar kom að unglingunum.

,,Það er ekki einn stjóri í heiminum sem er illa við að spila ungum leikmönnum og reyna að hjálpa þeim að þróast – ekki einn,“ sagði Mourinho.

,,Vandamálið er að stundum ertu hjá félagi þar sem vinnan fyrir neðan þig er ekki nógu góð til að búa til þessa leikmenn.“

,,Ég horfi á söguna okkar og sé að akademían er alltaf að framleiða leikmenn fyrir aðalliðið. Auðvitað mun ég horfa til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“