fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fylkir staðfestir ráðningu á Atla og Ólafi – Ólafur Ingi aðstoðar þá

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Fylkis. Skrifað var undir samning þess efnis á fréttamannafundi í dag.

Ólafur Stígsson mun stýra liðinu með Atla. Ólafur Ingi Skúlason verður aðstoðarmaður Atla og Ólafs í Árbænum.

Ólafur Ingi mun halda áfram að spila en hann hefur verið að mennta sig í þjálfarafræðunum og hefur áhuga á að feta þá braut, þegar skórnir fara á hilluna.

Helgi Sigurðsson fékk ekki nýjan samning í Árbænum en félagið kannaði kosti sína að móti loknu. Á endanum var það Atli Sveinn sem fékk starfið.

Atli Sveinn átti farsælan feril sem leikmaður en hann var yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, áður hafði hann þjálfað Dalvík/Reyni. Ólafur Stígsson var aðstoðarmaður Helga.

Fylkir er að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild en fróðlegt verður að sjá hvernig Atla Sveini farnast í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því