fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Fylkir staðfestir ráðningu á Atla og Ólafi – Ólafur Ingi aðstoðar þá

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Fylkis. Skrifað var undir samning þess efnis á fréttamannafundi í dag.

Ólafur Stígsson mun stýra liðinu með Atla. Ólafur Ingi Skúlason verður aðstoðarmaður Atla og Ólafs í Árbænum.

Ólafur Ingi mun halda áfram að spila en hann hefur verið að mennta sig í þjálfarafræðunum og hefur áhuga á að feta þá braut, þegar skórnir fara á hilluna.

Helgi Sigurðsson fékk ekki nýjan samning í Árbænum en félagið kannaði kosti sína að móti loknu. Á endanum var það Atli Sveinn sem fékk starfið.

Atli Sveinn átti farsælan feril sem leikmaður en hann var yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, áður hafði hann þjálfað Dalvík/Reyni. Ólafur Stígsson var aðstoðarmaður Helga.

Fylkir er að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild en fróðlegt verður að sjá hvernig Atla Sveini farnast í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM