fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433

Túfa aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2019 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Vals, meistaraflokki karla sem aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar.

Túfa eins og hann er ávallt kallaður kom til Íslands árið 2006 sem leikmaður KA og þjálfaði jafnframt yngri flokka félagsins með góðum árangri. Hann lék yfir 100 leiki með KA en eftir að ferli hans sem leikmaður lauk gerðist hann aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar. Árið 2016 tekur Túfa við sem aðalþjálfari KA og stýrði liðinu upp í efstu deild að nýju eftir 13 ára fjarveru.

Túfa var aðalþjálfari Grindavíkur á nýliðnu keppnistímabili. Túfa sem mun koma að afreksþjálfun hjá Val er að ljúka UEFA Pro þjálfaragráðunni hjá írska knattspyrnusambandinu sem er æðsta þjálfaragráðan í Evrópu.

Srdjan Tufegdzic:

„Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að ganga til liðs við Val og er ég mjög stoltur og þakklátur fyrir tækifærið að vinna fyrir stærsta félagið á Íslandi og með sigursælasta þjálfaranum Heimi Guðjónssyni og frábærum leikmannahópi félagsins.

Heimir Guðjónsson:

„Frábært fyrir Val að fá Túfa inn í þjálfarateymið því hann er metnaðarfullur og góður þjálfari“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baleba ekki lengur efstur á óskalista United

Baleba ekki lengur efstur á óskalista United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United