fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Fimm hlutir sem Heimir Guðjónsson þarf að gera á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson tekur að sér þjálfun meistaraflokks Vals í knattspyrnu karla. Þetta var staðfest í gær.

Stjórn knattspyrnudeildar Vals og Heimir Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir taki að sér þjálfun meistaraflokks Vals í knattpyrnu karla til næstu 4 ára. Heimir er einn sigursælasti þjálfari landsins en hann leiddi FH til Íslandsmeistaratitils fimm sinnum á tíu ára ferli sem þjálfari liðsins. Heimir var kosinn þjálfari ársins í Færeyjum á síðasta ári en hann gerði Havnar Bóltfelag af meisturum það sama ár og bikarmeisturum í ár.

Heimir lék 251 leik í efstu deild með KR, ÍA og FH og ríflega 300 meistaraflokksleiki alls á löngum ferli. Hann varð Íslandsmeistari með FH í tvígang sem leikmaður og einu sinni sem aðstoðarþjálfari, einnig lék hann sex A-landsliðsleiki.

Hér að neðan eru fimm hlutir sem Heimir þarf að gera hjá Val.

Fá vinstri bakvörð
Bjarni Ólafur Eiríksson virðist á förum og Ívar Örn Jónsson situr eftir sem eini vinstri bakvörður liðsins, Ívar hefur ekki heillað Valsmenn og líklegt er að Heimir fari fljótt í að sækja sér vinstri bakvörð. Ekki er mikið úrval hér á landi og því ansi líklegt að Heimir horfi til útlanda.

Losa sig við leikmenn sem leggja lítið til málana
Leikmannahópur Vals er stór, Emil Lyng verður ekki áfram en félagið mun rifta samningi hans. Kaj Leo í Bartalsstovu gerði ekkert í sumar og Heimir vildi ekki hafa hann Í FH, á sínum tíma. Líklegt er að Valur reyni að losa hann. Þá verður að teljast líklegt að leikmaður eins og Kristinn Ingi Halldórsson eigi litla framtíð hjá Heimi.

Velja réttan aðstoðarmann
Tími Heimis í FH var góð og þá sérstaklega þegar hann hafði öflugan aðstoðarmann, mann sem getur haldið klefanum góðum. Heimir er harður í horn að taka, hann þarf því mann er góður að tala við leikmenn, róað þá niður eða kveikt í þeim von þegar eitthvað bjátar á.

Fá lykilmenn í stand
Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Orri Sigurður Ómarsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristin Freyr Sigurðsson eru dæmi um leikmenn sem áttu ekki gott sumar. Heimir þarf að kveikja líf í þeim. Ef það tekst, þá þarf Heimir ekki að hafa áhyggjur.

Fylla aftur í skó Óla Jó
Heimir tók við af Ólafi Jóhannessyni hjá FH fyrir tímabilið 2008 og vann titil á fyrsta ári. Miðað við fjármagnið sem Valur hefur er krafan að Heimir endurtaki það. Hann þarf því í annað sinn á ferlinum að fylla aftur í skarð Óla Jó sem vann fjóra titla á fimm árum. Óli vann ekki titil í ár og var sparkað út, Heimir þarf því að passa sig og vinna titil strax á fyrsta ári, annars gæti hann fengið sparkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar