fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Aldur er bara tala og Óskar sannar það: ,,Ég pæli minnst í þessari athygli“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. júlí 2019 08:00

Óskar Örn kom fyrir tímabil en hefur verið mikið frá.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Hauksson hefur átt frábært tímabil með KR í sumar en liðið situr á toppi deildarinnar þessa stundina.

Óskar hefur verið einn allra besti leikmaður KR í sumar þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Hann fagnar 35 ára afmæli sínu í ágúst.

Það eru margir sammála um það að Óskar sé einn allra besti leikmaður deildarinnar og hefur verið í þónokkur ár.

Venjan er að leikmenn fari að hægja á sér með aldrinum en það má ekki segja um Óskar sem er enn í fullu fjöri.

Hann ræddi við Morgunblaðið um spilamennsku sína í sumar og var spurður út í það hvort hann hefði breytt einhverju fyrir þetta tímabil.

„Ég er nú bara að gera ná­kvæm­lega það sama og ég hef alltaf gert,“ sagði Óskar við Morgunblaðið.

,,Ég átti kannski ekki mitt besta tíma­bil í fyrra en ég er ekki að gera neitt nýtt. Jú, jú, maður er bú­inn að fá ein­hverja at­hygli í sum­ar og það er bara gam­an, og jú, maður er kom­inn á einhvern ald­ur en ég er sjálf­ur minnst að pæla í því.“

„Ég hef æft eins og maður síðan ég var bara krakki. Ég hef alltaf hugsað vel um mig og fót­bolt­inn hef­ur alltaf verið núm­er eitt hjá mér, og ég held að það sé bara að skila sér. Ég byrjaði ekki bara að hugsa vel um mig eft­ir þrítugt, eins og marg­ir gera, held­ur hef ég alltaf gert það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga