fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Gunnleifur skrifaði hjartnæmt bréf til Bjarka: ,,Ég mun halda minningu þinni á lofti svo lengi sem ég lifi“

433
Laugardaginn 29. júní 2019 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Sigvaldsson er látinn 32 ára að aldri en þær fréttir voru staðfestar á fimmtudaginn.

Bjarki hafði undanfarin ár barist við krabbamein og tapaði þeirri baráttu í vikunni. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tíu mánaða gamla dóttur.

Bjarki tjáði sig ítarlega í viðtali við Ísland í dag fyrr á árinu og fékk stuðning úr öllum áttum hér heima.

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, setti inn afar fallega færslu á Instagram síðu sína í dag.

Þar kvaddi Gunnleifur góðan vin sinn en Bjarki er fyrrum knattspyrnumaður og spilaði með HK.

Gunnleifur birti mynd af þeim saman og heitir því að halda minningu hans á lofti.

Fallega færslu hans má lesa hér.

 

View this post on Instagram

 

Elsku fallegi vinur minn. Ég kynntist þér fyrir mörgum árum þegar þú og ég spiluðum í HK, þú í yngri flokkum og ég í meistaraflokki. Ég sá hversu mikla hæfileika þú hafðir inná vellinum og vissi að það yrði ekki löng bið þar til að þú kæmir sem ungur maður í mfl. Við æfðum, spiluðum og ferðuðumst saman, og ég sá hversu stórt hjarta þú varst með og hversu jákvæður og glaður þú varst. Ég man þegar þú kynntir Ástrósu fyrir mér, og ég sagði þér að þú hefðir dottið í lukkupottinn. Ég man þegar við fórum saman til London með HK. Ég man allar góðu stundirnar í Fagralundi. Ég man þegar þú veiktist. Þá sýndirðu mér og öllum öðrum hversu stórkostleg manneskja þú varst. Þú varst keppnismaður sem tæklaðir ósanngjarnar aðstæður af auðmýkt, ást og baráttu. Ég man þegar ég var í brúðkaupinu þínu þegar þú giftist annari hetju. Ég man þegar Emma kom í heiminn. Þú hefur kennt mér svo mikið á lífið. Ég er stoltur og þakklátur fyrir að hafa verið vinur þinn. Ég mun halda minningu þinni á lofti svo lengi sem ég lifi. Ég votta Ástrósu, Emmu, stórfjölskyldunni og öllum þeim sem eiga um sárt að binda samúð mína❤️#lífiðernúna

A post shared by Gunnleifur Gunnleifsson (@ggunnleifsson) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn