fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gunnleifur skrifaði hjartnæmt bréf til Bjarka: ,,Ég mun halda minningu þinni á lofti svo lengi sem ég lifi“

433
Laugardaginn 29. júní 2019 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Sigvaldsson er látinn 32 ára að aldri en þær fréttir voru staðfestar á fimmtudaginn.

Bjarki hafði undanfarin ár barist við krabbamein og tapaði þeirri baráttu í vikunni. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tíu mánaða gamla dóttur.

Bjarki tjáði sig ítarlega í viðtali við Ísland í dag fyrr á árinu og fékk stuðning úr öllum áttum hér heima.

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, setti inn afar fallega færslu á Instagram síðu sína í dag.

Þar kvaddi Gunnleifur góðan vin sinn en Bjarki er fyrrum knattspyrnumaður og spilaði með HK.

Gunnleifur birti mynd af þeim saman og heitir því að halda minningu hans á lofti.

Fallega færslu hans má lesa hér.

 

View this post on Instagram

 

Elsku fallegi vinur minn. Ég kynntist þér fyrir mörgum árum þegar þú og ég spiluðum í HK, þú í yngri flokkum og ég í meistaraflokki. Ég sá hversu mikla hæfileika þú hafðir inná vellinum og vissi að það yrði ekki löng bið þar til að þú kæmir sem ungur maður í mfl. Við æfðum, spiluðum og ferðuðumst saman, og ég sá hversu stórt hjarta þú varst með og hversu jákvæður og glaður þú varst. Ég man þegar þú kynntir Ástrósu fyrir mér, og ég sagði þér að þú hefðir dottið í lukkupottinn. Ég man þegar við fórum saman til London með HK. Ég man allar góðu stundirnar í Fagralundi. Ég man þegar þú veiktist. Þá sýndirðu mér og öllum öðrum hversu stórkostleg manneskja þú varst. Þú varst keppnismaður sem tæklaðir ósanngjarnar aðstæður af auðmýkt, ást og baráttu. Ég man þegar ég var í brúðkaupinu þínu þegar þú giftist annari hetju. Ég man þegar Emma kom í heiminn. Þú hefur kennt mér svo mikið á lífið. Ég er stoltur og þakklátur fyrir að hafa verið vinur þinn. Ég mun halda minningu þinni á lofti svo lengi sem ég lifi. Ég votta Ástrósu, Emmu, stórfjölskyldunni og öllum þeim sem eiga um sárt að binda samúð mína❤️#lífiðernúna

A post shared by Gunnleifur Gunnleifsson (@ggunnleifsson) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil