Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, vill fá að spila með belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard.
Neymar greindi sjálfur frá þessu í gær en hann er aðdáandi Hazard sem spilar með Real Madrid.
Brasilíumaðurinn þyrfti þó að ganga í raðir Real í sumar ef hann vill spila með Belganum.
Hazard spilaði með Chelsea í sjö ár en hann gerði samning við spænska liðið í sumar.
,,Hazard er öðruvísi leikmaður að mínu mati. Hans leikstíll er svipaður og minn. Við gætum gert góða hluti saman,“ sagði Neymar.