Matthijs de Ligt, fyrirliði Ajax er að ganga í raðir PSG í Frakklandi ef marka má fréttir að utan.
Mino Raiola, umboðsmaður De Ligt ku funda með PSG á næstu dögum. Þar á hann að klára alla samninga.
Sagt er að De Ligt muni þéna 11 milljónir punda, það gerir 211 þúsund pund á viku ef marka má ESPN.
De Ligt mun kosta rúmar 60 milljónir punda en það er verðið sem Ajax hefur sett á hann.
Barcelona, Juventus, Bayern, Manchester United og fleiri stórlið hafa viljað fá þennan 19 ára miðvörð.