Ef marka má ensk götublöð þá hefur Manchester United hafnað því að fá Gareth Bale frá Real Madrid.
Real Madrid þarf að fara að selja leikmenn en félagið er að kaupa Eden Hazard frá Chelsea. Real Madrid hefur eytt tæpum 250 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar, félagið þarf að selja til bókhaldið stemmi.
Real vill losna vð Bale og ensk blöð segja að Manchester United hafi verið boðið að kaupa hann.
Solskjær vill helst styrkja varnarlínu sína í sumar, hann gæti einnig styrkt sóknarlína ef Romelu Lukaku og Alexis Sanchez, fara.
Sagt er að draumur Solskjær sé að fá þrjá varnarmenn og Antoine Griezmann er einnig á blaði, ólíklegt er að hann komi.
Svona gæti draumalið Solskjær litið út.