Mohamed Salah er einn allra vinsælasti leikmaður Liverpool í dag en hann hefur verið frábær síðustu tvö ár.
Salah er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool sem syngja reglulega um hann í stúkunni.
Það er til frægt lag um Salah sem ber nafnið ‘Egyptian King’ sem má oft heyra stuðningsmenn syngja.
Í dag birtist gríðarlega skemmtilegt myndband þar sem má sjá páfagauk syngja lagið fræga um Salah.
Fuglinn nær að syngja lagið ansi vel eins og má heyra hér fyrir neðan.
This parrot has paid a fantastic tribute to ‘Egyptian King’ Mo Salah? pic.twitter.com/edWBeatlu5
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) 10 June 2019