Martin Odegaard, leikmaður norska landsliðsins, hefur skotið föstum skotum á Ada Hegerberg sem er besta knattspyrnukona Noregs.
Hegerberg neitaði að taka þátt í lokakeppni HM með Noregi en hún hefur ekkert spilað með landsliðinu síðustu tvö ár.
Mikil umfjöllun hefur fylgt þessari ákvörðun Hegerberg sem er óánægð með þann stað sem norsk kvennaknattspyrna er á.
Odegaard sem er samningsbundinn Real Madrid segir að Hegerberg sé ekki að hjálpa löndum sínum í liðinu.
,,Það væri kannski hægt að finna eitthvað betra að gera en að trufla undirbúning landsliðsins fyrir HM,“ sagði Odegaard.
,,Þær komust í úrslit fyrir hönd þjóðarinnar, eitt það stærsta sem knattspyrnuleikmaður getur afrekað. Það er komið nóg af neikvæðri umfjöllun.“
,,Þetta er ekki rétti tíminn fyrir það. Liðið á betra skilið.“