fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Hamren vildi ekkert segja um bursta málið og reiði Tyrkja: Aron Einar rifjar upp ferð frá Konya

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2019 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mevlüt Çavuşoğlu, ut­an­rík­is­ráðherra Tyrk­lands, er ósáttur með þá meðferð sem landsliðið í fótbolta, fékk í Leifsstöð í gær. Tyrkir komu til landsins í gær fyrir landsleik við Ísland, í undankeppni EM, sem fram fer á morgun.

Þeir þurftu að bíða lengi á flugvellinum, liðið flaug frá Konya og þurfti að fara vel yfir öll vegabréf og slíkt. Mbl segir að flugvölurinn í Konya sé ekki vottaður, því hafi þurft meira eftirlit en hefði liðið komið frá Istanbul.

Þá eru Tyrkir reiðir eftir að þvottabursti birtist í Leifsstöð. Emre Belözoglu, reyndur leikmaður Tyrklands var að svara fréttamönnum, þegar „íslenskur“ maður mætti með þvottabursta og fór að spyrja Emre.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands var spurður um málið í dag. ,,Ég einbeit mér að leiknum, að fótbolta. Þú verður að ræða við fólkið sem ræður þessu,“ sagði Hamren.

Aron Einar Gunnarsson, var einnig spurður um málið. ,,Ég hef voða lítið um þetta að segja, ég man þegar við komum frá Konya árið 2015. Hvað við þurftum að fara í gegnum, eftirlit og slíkt. Það var meira en venjulega, vegna þess að flugvöllurinn þar er ekki vottaður. Ég veit voða lítið um þetta bursta mál, ég hef voðalega lítið um það að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze