Cristiano Ronaldo er enn í fullu fjöri en hann var að klára hörku gott tímabil með Juventus á Ítalíu.
Ronaldo lék með portúgalska landsliðinu í Þjóðadeildinni á dögunum og skoraði þrennu í 3-1 sigri á Sviss.
Ronaldo er enn í ótrúlegu standi en hann er 34 ára gamall og bendir ekkert til þess að hann ætli að slaka á.
Ronaldo var spurður út í leyndarmál sitt af UEFA eftir leikinn gegn Sviss og segir það vera mjög einfalt.
,,Þetta snýst bara um hvernig ég undirbý mig – mitt vinnuframlag,“ sagði Ronaldo við UEFA.
,,Mér líður ennþá mjög vel þó að ég sé 34 ára gamall. Það mikilvægasta er hugarfarið, að sýna metnað og vera ánægður.“
,,Ég tel að ég eigi enn fullt inni sem ég get gefið af mér og mér líður mjög vel.“